IKEA KULINARISK Livre de recettes Page 28

  • Télécharger
  • Ajouter à mon manuel
  • Imprimer
  • Page
    / 44
  • Table des matières
  • MARQUE LIVRES
  • Noté. / 5. Basé sur avis des utilisateurs
Vue de la page 27
Þvoðu kartöflurnar, flysjaðu og skerðu í
mjóar lengjur. Flysjaðu lauka og skerðu í
ræmur.
Smyrðu eldfast mót með smjöri. Settu
þriðjunginn af kartöflunum og laukunum í
mótið. Settu helminginn af ansjósuflökunum
ofan á og lokaðu með öðrum þriðjungi af
laukum og kartöflum. Dreifðu því sem eftir
er af ansjósuflökunum yfir. Efst skal setja
það sem eftir er af laukum og kartöflum, svo
efsta lagið sé kartöflur.
Sáldraðu yfir pipar og sáldraðu söxuðu
garðablóðbergi yfir allt.
Helltu saltvatninu af ansjósunum yfir bökuna
og bættu rjómanum við. Sáldraðu
brauðmylsnu yfir og settu litla hnúða af
smjöri ofan á allt saman.
Tími í heimilistækinu: 60 mínútur
Hillustaða: 3
Uppskriftir - Kaka
Sítrónusvampkaka
Hráefni í blönduna:
250 g smjör
200 g sykur
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 klípa salt
4 egg
150 g hveiti
150 g maísmjöl
1 sléttfull teskeið lyftiduft
rifinn börkur af 2 sítrónum
Hráefni í glassúrinn:
125 ml sítrónusafi
100 g flórsykur
Annað:
Ferkantað bökunarform, 30 cm langt
Smjörlíki til að smyrja með
Brauðmylsna til að fóðra bökunarformið
Aðferð:
Settu smjör, sykur, sítrónubörk, vanillusykur
og salt í blöndunarskál og þeyttu saman.
Bættu síðan eggjunum við, einu í einu og
þeyttu saman aftur.
Bættu hveitinu og maísmjölinu, ásamt
lyftiduftinu í þeyttu blönduna og blandaðu
saman við.
Settu blönduna í smurða bökunarformið
með brauðmylsnunni, jafnaðu og settu í
heimilistækið.
Eftir bökun skaltu blanda saman sítrónusafa
og flórsykri. Leggðu kökuna á álpappír.
Brjóttu álpappírinn upp með hliðum
kökunnar svo að glassúrinn geti ekki runnið
af. Stingdu í kökuna með matprjón úr tré og
burstaðu glassúrinn á. Láttu kökuna síðan
standa um stund svo hún sogi í sig
glassúrinn.
Tími í heimilistækinu: 75 mínútur
Hillustaða: 1
Sænsk kaka
Hráefni:
5 egg
340 g sykur
100 g bráðið smjör
360 g hveiti
1 pakki lyftiduft (um það bil 15 g)
1 pakki vanillusykur (um það bil 8 g)
1 klípa salt
200 ml kalt vatn
Annað:
28 cm hringlaga smelluform með lausum
botni, svart, botn fóðraður með
bökunarpappír.
Aðferð:
ÍSLENSKA
28
Vue de la page 27
1 2 ... 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 ... 43 44

Commentaires sur ces manuels

Pas de commentaire