IKEA KULINARISK Livre de recettes Page 36

  • Télécharger
  • Ajouter à mon manuel
  • Imprimer
  • Page
    / 44
  • Table des matières
  • MARQUE LIVRES
  • Noté. / 5. Basé sur avis des utilisateurs
Vue de la page 35
Skerðu hvítkálið í þunnar ræmur. Skerðu
beikon í teninga og steiktu það í
smjörfitunni. Bættu við káli og snöggsteiktu
þar til það er mjúkt. Kryddaðu með salti,
pipar og múskati og blandaðu sýrða
rjómanum við.
Haltu áfram að soðsteikja þar til allur vökvi
er gufaður upp.
Harðsjóddu eggin, kældu þau og skerðu
síðan í teninga, blandaðu við kálið og láttu
kólna.
Flettu út deigið og skerðu út kringlótta
hringi með 8 cm þvermáli.
Settu svolitla fyllingu í miðjuna á hverjum og
brjóttu saman. Þéttu brúnirnar með því að
þrýsta þeim saman með gaffli.
Settu soðkökuna (pierogi) á bökunarplötu
sem fóðruð er með bökunarpappír og
burstaðu með eggjarauðu.
Tími í heimilistækinu: 20 mínútur
Hillustaða: 3
Kryddað fléttubrauð
Hráefni í deigið:
750 g hveiti
30 g ger
400 ml mjólk
10 g sykur
15 g salt
1 egg
100 g mjúkt smjör
Hráefni í áferðina:
1 eggjarauða
svolítil mjólk
Aðferð:
Sigtaðu hveitið í blöndunarskál og búðu til
dæld í miðjunni. Skerðu gerið, settu það í
dældina, hrærðu mjólkinni saman við og
hluta af sykrinum og hluta af hveitinu af
jaðrinum, stráðu hveiti yfir, láttu hefast á
hlýjum stað þar til hveitið sem stráð var yfir
fordeigið byrjar að springa.
Settu það sem eftir er af sykri, salt, egg og
smjöri á jaðar hveitisins. Hnoðaðu öll
hráefnin saman í vinnanlegt gerdeig.
Láttu deigið hefast á hlýjum stað þar til það
hefur um það bil tvöfaldast að stærð.
Mældu þá út þrjú jafnstór stykki af deiginu
og mótaðu hvert þeirra í lengju. Fléttaðu
lengjurnar þrjár saman.
Breiddu svo yfir og láttu hefast í hálftíma í
viðbót. Þektu yfirborð fléttunnar með blöndu
af eggjarauðu og mjólk og settu hana svo í
ofninn.
Tími í ofninum: 50 mínútur
Hillustaða: 3
Uppskriftir - Pottréttir/gratín
Lasagna
Hráefni fyrir kjötsósuna:
100 g röndótt beikon
1 laukur
1 gulrót
100 g sellerí
2 matskeiðar ólífuolía
400 g hakk (blandað nauta- og
svínahakk)
100 ml kjötkraftur
1 lítil dós tómatar, saxaðir (um 400 g)
kjarrminta, garðablóðberg, salt og pipar
Hráefni fyrir Béchamel-sósuna:
75 g smjör
50 g hveiti
600 ml mjólk
salt, pipar og múskat
Sett saman við:
3 matskeiðar smjör
250 g grænt lasagna
50 g Parmesa-ostur, rifinn
50 g mildur ostur, rifinn
ÍSLENSKA 36
Vue de la page 35
1 2 ... 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44

Commentaires sur ces manuels

Pas de commentaire